Veður­stofan spáir 20 stiga hita og sól á Norð­austur­landi á morgun sem mun ef­laust kæta íbúa til muna. Gangi spáin eftir verður þetta að öllum líkindum hlýjasti dagur ársins á svæðinu það sem af er árs.

Spáin er ekki af verri endanum norð­austur­fjórðungi í dag en búist er við björtu veðri og allt að 17 stiga hita.

Einir um blíðuna

Veðrið er þó nokkuð staðar­bundið og verður súld eða rigning við­loðandi aðra lands­fjórðunga. Á Suður- og Vestur­landi verður hiti á bilinu átta til tólf stig og ein­hver væta í kortunum.

Á morgun bætist í sunnan­áttina og má þá búast við strekkingi nokkuð víða. Á­fram verður væta af og til um landið sunnan- og vestan­vert. Lík­legt er að í­búar Norð­vestur­lands verði þeir einu sem fá að njóta veður­blíðunnar á morgun og virðist engin meiri­háttar breyting vera á því í kortunum fyrir helgina