Samkomutakmörkunum var aflétt á Englandi eftir miðnætti. Þá mega næturklúbbar opna dyr sínar á ný og var fjöldatakmörkunum á samkomustöðum afnumið og grímuskylda hefur verið aflétt, þó mælst sé til með grímunotkun á tilteknum svæðum.

Faraldurinn á Englandi hefur færst í aukana síðustu daga og yfir fimmtíu þúsund hafa greinst á hverjum degi í nokkra daga.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands biður fólk um að hafa varann á og hvetur til bólusetninga. Johnson er sjálfur í sóttkví eftir fund sem hann átti við Sajid Javid, heilbrigðisráðherra á dögunum en Javid greindist með COVID-19 um helgina.

þrátt fyrir fjölgun smita virðast þau ekki vera jafn alvarleg. Skráning á dauðsföllum hefur fækkað síðan úr fyrri bylgjum faraldursins.