Sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að Moderna bóluefnið verði ekki notað áfram hér á landi í kjölfar nýrra gagna frá Norðurlöndum um aukna tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu með bóluefninu umfram bólusetningu með bóluefni Pfizer.

Þetta kemur fram á vef Landlæknaembættisins.

Þar segir einnig að Moderna hafi undanfarna tvo mánuði nær eingöngu verið notað við örvunarbólusetningar eftir Jansen bóluefnið og eftir tveggja skammta bólusetningar aldraðra og ónæmisbældra. Örfáir hafi fengið seinni skammt grunnbólusetningar sem hófst með Moderna.

Beðið verður með að nota Moderna frekar á meðan upplýsinga er aflað um öryggis bóluefnisins við örvunarbólusetningar.