Það er sótt­varna­læknir eða lög­lærður full­trúi land­læknis sem ber lög­mæti frelsis­sviptingar í sótt­varna­skyni undir dóm en ekki ein­stak­lingur sem er ó­sáttur við þá frelsis­sviptingu.

Ómar R. Valdimars­son, lög­maður, hefur sent kröfu til Héraðs­dóms Reykja­víkur fyrir hönd skjól­stæðings síns sem dvelur gegn vilja sínum á sótt­varna­hóteli á grund­velli reglu­gerðar heil­brigðis­ráð­herra. Það er ekki í sam­ræmi við fyrir­mæli sótt­varna­laga en sam­kvæmt þeim er það sótt­varna­læknir sem setur fram skrif­lega kröfu um stað­festingu á gildi slíkrar á­kvörðunar, hafi henni verið mót­mælt.

Í 15. gr. laganna segir: „Nú óskar málsaðili eftir því að ákvörðun verði borin undir dóm og skal sóttvarnalæknir þá svo fljótt sem verða má setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar sem afhent skal dómstjóra héraðsdóms í þinghá þar sem málsaðili dvelst þegar ákvörðun er tekin."

„Í slíku dóms­máli skal sótt­varna­læknir, eða eftir at­vikum lög­lærður full­trúi em­bættis land­læknis, talinn sóknar­aðili málsins og sá er stjórn­valds­á­kvörðunin beinist gegn varnar­aðili þess,“ segir einnig í 15. gr. sótt­varna­laga.

Héraðsdómur Reykjaness ætti að sjá um málið

Þá skal fyrr­nefnd krafa sótt­varna­læknis af­hent dóm­stjóra héraðs­dóms í þing­há þar sem máls­aðili dvelst þegar á­kvörðun er tekin. Þar sem sú á­kvörðun sem um ræðir í þessu til­viki var tekin í Leifs­stöð yrði krafan af­hent dóm­stjóra Héraðs­dóms Reykja­ness, en lög­maðurinn Ómar R. Valdimars­son, mun hafa vísað málinu til Héraðs­dóms Reykja­víkur.

Ómar R. Valdimars­son, lög­maður mannsins sem vill láta reyna á málið fyrir dóm­stólum.
Mynd/Samsett

„Það fer eftir því hvor leiðin er farin að því að koma málinu fyrir dóm,“ segir Ómar um þessa laga­túlkun. Hann vísar til 4. mgr. 67. gr. stjórnar­skrárinnar um heimild til þess að fá kveðið á um lög­mæti frelsis­sviptingar af dóm­stól.

„Eins og sótt­varnar­lögin eru sett upp, þá er gert ráð fyrir því að sótt­varnar­læknir færi málið fyrir dóm­stóla. Hins vegar er aðilum á engan veg leið­beint um hvernig staðið skuli að þessu,“ segir Ómar og bætir við: „Allt að einu hef ég vakið at­hygli sótt­varnar­læknis á kröfunni og krafist þess að hann beini málinu til héraðs­dóms. Auk þess sem ég hef skotið málinu þangað sjálfur líka. En auð­vitað er það þannig að stjórnar­skráin trompar þessa hráka­smíð, sem ný sótt­varnar­lög eru.“

Ekki náðist í sótt­varna­lækni vegna málsins í kvöld.