Sótt­varna­læknir mun á næstu vikum ljúka við hafið starf við að endur­skoða og upp­færa við­bragðs­á­ætlanir og leið­beiningar til við­bragðs­aðila og al­mennings vegna ebólu­sjúk­dóms. Þetta kemur fram í til­kynningu frá land­læknis­em­bættinu en Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin WHO lýsti í gær yfir neyðar­á­standi á heims­vísu vegna ebólufar­aldursins.

Land­læknir vísar í yfir­lýsingu WHO og bendir á að með henni sé hvatt til enn öflugri við­bragða vegna far­aldursins, og að hugsan­legt sé að ís­lenskir aðilar sem sinni neyðar­að­stoð á heims­vísu muni taka þátt í að­gerðum í fram­haldi af yfir­lýsingunni.

Ebólufar­aldurinn hefur geisað í Austur-Kongó en virðist nú hafa breiðst út til milljóna­borgarinnar Goma við Rúanda. WHO lýsti í fram­haldinu yfir neyðar­á­standi en það er fimmta sinn í sögunni sem neyðar­á­standi af þessari stærðar­gráðu er lýst yfir.