Ríkis­­stjórnin hefur lokið fundi síðum þar sem rætt var um minnis­blað Þór­ólfs Guðna­­sonar sótt­varna­­læknis um að­­gerðir í sótt­varna­­málum vegna Co­vid-19.

Willum Þór Þórs­­son heil­brigðis­ráð­herra ræddi við fjöl­­miðla að fundi loknum og greindi frá því að nú­­gildandi sam­komu­tak­­markanir verði fram­­lengdar um þrjár vikur. Hann segist fylgja að öllu leyti til­­lögum Þór­ólfs sem hafi ekki lagt fram til­lögur um hertar að­gerðir.

„Við ætlum að fram­lengja þær tak­markanir sem við höfum búið við núna síðast­liðnar þrjár vikur, við fram­lengjum þær að til­lögu sótt­varna­læknis al­gjör­lega ó­breyttar,“ sagði Willum Þór.

Fram­­lengingin og ný reglu­­gerð um skóla­hald taka gildi á morgun þegar nú­verandi reglu­­gerð rennur út.

Bjartari tímar í vændum

„Ég held að við verðum að taka á honum stóra okkar enn um sinn,“ sagði Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra að fundi loknum. Góðu fréttirnar væru sí­fellt fleiri gögn sýni að færri veikist al­var­lega af völdum Ó­míkron-af­brigðisins.

„Þessi mánuður og sá næsti verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa til betri tíma,“ sagði Katrín.

Frá því á Þor­láks­­­messu hef­ur 20 manna al­­­menn sam­komutak­­­mörk­un verði í gildi en undan­þága verið fyrir 50 manna sitj­andi sam­kom­ur. Þá er heim­ilt að 200 manns komi sam­an gegn fram­vísun nei­­kvæðs hrað­­prófs. Tveggja metra regla er í gildi og grímu­­­skylda þar sem það er ekki mögu­­legt.

Willum segir dagana fram undan skipta sköpum í bar­áttunni við far­aldurinn. Mikil sam­­staða sé í ríkis­­stjórn um að styðja heil­brigðis­­kerfið.

Land­­spítalinn hefur verið á neyðar­­stigi en meta þurfi með sótt­varna­­lækni hvort gera þurfi breytingar á tak­­mörkunum.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.