Innlent

Þyrla LHG sótti veikan skipverja

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag veikan skipverja út á sjó. Sjúklingurinn er kominn á spítala.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sárlasinn skipverja í dag. Fréttablaðið/Ernir

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hádegisbilið í dag beiðni um aðstoð frá línuskipi sem statt var 57 sjómílur aust-suðaustur af Langanesi um vegna veiks skipverja um borð. 

Eftir samráð við þyrlulækni var talið nauðsynlegt að sækja skipverjann og lagði TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, af stað frá Reykjavík klukkan 12:47, að því sem fram kemur í fréttapósti frá Landhelgisgæslunni. 

Eftir tveggja tíma flug hafði þyrlan viðkomu á Egilsstöðum til að taka eldsneyti áður en leið hennar lá inn á Héraðsflóadjúp. Á meðan sigldi línuskipið nær landi til móts við þyrluna og klukkan 15:30 var skipverjinn hífður um borð í TF-GNA. Þaðan tók við hálftíma flug á Egilsstaði og þar beið sjúkraflugvél Mýflugs sem flutti sjúklinginn til Reykjavíkur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing