Slökkvi­liðinu barst til­kynning um þýskan ferða­mann sem hafði slasast ofar­lega á Esjunni á sjötta tímanum í dag. Konan var meidd á fæti og gat ekki gengið og hringdi því á að­stoð.

Stefán Kristins­son, varð­stjóri, segir björgunar­að­gerðir hafa gengið vel en auk slökkvi­liðsins var björgunar­sveitin kölluð út til að að­stoða við að­gerðina.

Stefán segir konuna hafa verið komna vel fyrir ofan stein og var hún stað­sett rétt fyrir neðan Þver­fells­horn. Verið er að flytja konuna síðustu metrana niður fjallið og verður hún flutt á sjúkra­hús þaðan.

Sjúkra­bíll var sendur að Esju­rótum auk sex­hjóls og þyrlu Land­helgis­gæslunnar. „Þyrlan gat ekki að­hafst vegna skýja­hæð og öðru svo þeir þurftu frá að hverfa.“