Ís­lenskur karl­maður á fimm­tugs­aldri slasaðist í dag þegar hann neyddist til að nauð­lenda á Bú­felli á svif­væng. Maðurinn hringdi sjálfur eftir að­stoð um klukkan 12.30 í dag og voru lög­regla, sjúkra­flutninga­menn, björgunar­sveit og þyrla Land­helgis­gæslunnar send á vett­vang.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Lög­reglunni á Suður­landi var maðurinn hífður um borð í þyrluna og fluttur á Land­spítalann í Foss­vogi. Hann er ekki talinn í lífs­hættu, en er þó slasaður.

Til­kynningu lög­reglunnar má sjá hér að neðan.