Áhöfn Landhelgisgæslunnar sótti í gær þrjár manneskjur og tvo ketti sem urðu innlyksa við Hánefsstaði. Þau voru öll flutt til hafnar á Seyðisfirði.

Varðskipið Týr kom til Seyðisfjarðar í gær eftir um sólarhrings siglingu en varðskipið var kallað út eftir að aurskriður féllu í bænum. Samkvæmt tilkynningu verður skipið til taks á meðan þurfa þykir á Seyðisfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra verður fundað með sérfræðingum um tíu í dag og því engra upplýsinga að vænta fyrr en um hádegisbil um stöðuna á Austurlandi.

Varðskipið Týr er komið til Seyðisfjarðar eftir sólarhrings siglingu. Skipið verður þar til taks meðan þurfa þykir. Í...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Saturday, 19 December 2020

Enn óvisstustig í gildi

Í síðustu tilkynningu almannavarna sem send var út í gærkvöldi kom fram að enn er í gildi óvissustig almannavarna vegna hættu á skriðuföllum á Austurlandi. Neyðarstig almannavarna á Seyðisfirði, þar er rýming í gildi og umferð óheimil.

Á Eskifirði er enn hættustig almannavarna og rýming að hluta í gildi.