Starfsmaður Hagkaups í Spönginni greindist með COVID-19 í gær og hafa allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann verið sendir í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagkaup en þar segir að verslunin hafi verið opnuð á ný í morgun eftir að hafa verið sótthreinsuð hátt og lágt í nótt.

Þá er vakin athygli á því að smitaði starfsmaðurinn hafi ekki verið í nánu samneyti við viðskiptavini í Spönginni.

„Starfsfólk úr öðrum verslunum okkar mun því standa vaktina og verður starfsemin því að mestu óbreytt næstu daga. Við munum því taka vel á móti ykkur í Spönginni.“

Kæru viðskiptavinir. Starfsmaður Hagkaups í Spönginni greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gær, mánudag. Til að gæta...

Posted by Hagkaup on Tuesday, September 29, 2020