Innlent

Sósíal­isti reyndi að stöðva „skrípa­­leik“ í borgar­stjórn

Vara­borgar­full­trúi Sósíal­ista­flokksins reyndi að stöðva „skrípa­leik“ full­trúa Mið­flokksins og Flokks fól­skins með því að senda héraðs­sak­sóknara á­bendingu um bragga­skýrsluna.

„Við eigum ræða þetta pólitískt en ekki taka okkur eitthvert dómsvald í hendur. Áhyggjufullir borgarar geta bara gert það sjálfir,“ segir Daníel Freyr sem var á undan Kolbrúnu og Vigdísi að koma braggaskýrslunni til héraðssaksóknara. Fréttablaðið/Samsett

Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sendi í byrjun vikunnar héraðssaksóknara braggaskýrslu innri endurskoðunar og hugðist þannig taka ómakið af borgarfulltrúunum Vigdísi Hauksdóttur og Kolbrúnu Baldursdóttur og stöðva um leið það sem hann kallar „skrípaleik“ þeirra í kringum braggann, sem hann segir sóa dýrmætum tíma borgarstjórnar.

Sjá einnig: Í beinni: Borgarstjórn ræðir braggamálið

„Það er ekki hlutverk borgarstjórnar að taka lögin í sínar hendur og sem áhyggjufullur borgarbúi þá gerði ég bara skyldu mína og sendi héraðssaksóknara ábendingu með skýrslunni,“ segir Daníel Örn í samtali við Fréttablaðið.

Hann segist telja hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, að leggja til að borgarstjórn sendi héraðssaksóknara skýrsluna til rannsóknar „kjánalega.“

„Ef þær vilja senda þetta til héraðssaksóknara þá hefðu þær bara átt að gera það sjálfar en ekki vera að sóa tíma borgarstjórnar þar sem verið að taka á mjög mikilvægum hlutum,“ segir Daníel Örn sem upplýsti á Facebook fyrr í dag að hann hefði tekið af skarið.

Sjá einnig: „Víkka út“ tillögu um að Braggamálinu verði vísað til saksóknara

Kolbrún og Vigdís eru þó ekki af baki dottnar en þær breyttu þó tillögu sinni um að vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og lögðu í borgarstjórn í dag til að embætti borgarlögmanns verði falið að vísa málinu til „þar til bærra yfirvalda,” eins og Vigdís orðaði það á borgarstjórnarfundi í dag.

„Ég er búinn að gera þetta fyrir þær þannig að við getum sleppt því að spjalla um þetta og farið að ræða hvernig við ætlum að breyta kerfinu sem hefur brugðist þarna. Frekar en að tala um hverjum þetta er að kenna. Það skilar engu,“ segir Daníel Örn og heldur áfram:

„Við getum talað um hvað á að gera í kjölfarið. Hverju á að breyta og hverju framkvæmdastjórinn á að breyta. En ekki vera að reyna að taka okkur dómsvaldið í hendur. Þar erum við með kerfi sem virka ágætlega.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vig­­­dís og Kol­brún vilja rann­­sókn sak­­­sóknara á bragga­­skýrslu

Innlent

Borgar­lög­maður geti ekki metið sak­næma hátt­semi

Innlent

Svört skýrsla: Ekkert eftir­­lit og verk­takar hand­valdir

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing