Andri Sigurðs­son, skipu­leggjandi og með­limur Sósíal­ista­flokksins er ekki hrifinn af Kosninga­vitanum svo­kallaða. Hann segir kvarða vitans á al­þjóða­hyggju og þjóð­hyggju hlut­drægan. Stjórn­mála­fræðingur og einn af hönnuðum vitans segir á­sana ekki hafa verið valda fyrir­fram, heldur með vísindalegri aðferð.

Andri ræðir Kosninga­vitann á Twitter. „Þessi Kosninga­viti er auð­vitað hlut­drægur og á for­sendum frjáls­lyndu miðjunnar þar sem al­þjóða­hyggja er skil­greind á á­kveðin hátt. Sósíal­istar eru al­þjóða­sinnaðir en eru á móti því að leyfa stór­fyrir­tækjum að vaða yfir okkur á skítugum skónum. Wor­kers of the world unite,“ skrifar Andri.

Hann segir það val að leggja svo mikla á­herslu á al­þjóða­hyggju. „Það er pólitík Við­reisnar og Sam­fylkingarinnar. Sósíal­istar myndi auð­vitað vilja að þessi ás myndi snúast um lýð­ræði og vald­dreifingu.“

Andri segir að­spurður Sósíal­ista­flokkinn ekki eiga heima á kvarða Kosninga­vitans. „Ef maður skoðar spurningarnar sem eru í þessu prófi þá sér maður að þarna er lagt upp með á­kveðnar for­sendur, sem eru þessir tveir ásar og það er bara val þess sem býr til þetta próf að hafa þennan al­þjóða­hyggju­ás,“ segir Andri.

„Mér var bent á það að þessi upp­setning hentar rosa­lega vel stjórn­málum­hinnar frjáls­lyndu miðju, sem er til dæmis Við­reisn og Sam­fylkingin,“ segir Andri og bætir við að þetta út­skýri hvers vegna Við­reisn og Sjálf­stæðis­flokkurinn séu eins langt í burtu frá hvor öðrum á ásunum eins og raun ber vitni.

„Það er út af því að á­herslan er öll á þessa al­þjóða­hyggju, sem eru ein­mitt stjórn­mál Við­reisnar, sem leggur gríðar­lega mikið upp úr því að fara í ESB og taka upp nýjan gjald­miðil og allt það,“ segir hann. Yrði á­herslan á lýð­ræðis eða vald­dreifingu myndi eitt­hvað allt annað koma út að sögn Andra.

„Ég er bara að benda á að svona próf eru á engan hátt hlut­laus eða gefa ein­hverja hlut­lausa út­komu heldur er þetta í raun bara pólitískt og á­kveðnar á­kvarðanir og for­sendur sem liggja þarna að baki.“

Ekki tekin á­kvörðun fyrir­fram um á­sana

Kosninga­vitinn er gerður á vegum help­me­vot­e.gr, Fé­lags­vísinda­stofnunar Há­skóla Ís­lands, Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga, Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema og nokkurra ís­lenskra fræði­manna. Einn þeirra sem hefur komið að Kosninga­vitanum er Haf­steinn Einars­son, doktors­nemi í fé­lagstöl­fræði við Manchester­há­skóla en Frétta­blaðið bar undir hann gagn­rýni Sósíal­ista.

Haf­steinn bendir á að það hafi ekki verið á­kveðið fyrir­fram að al­þjóða­hyggja og þjóð­hyggja yrðu meðal fjögurra ása á skýringar­mynd Kosninga­vitans.

„Ásarnir eru búnir til með töl­fræði­legri að­ferð sem kallast þátta­greining. Það er mikil­vægt að hafa í huga að það er ekki tekin á­kvörðun fyrir­fram um hvaða ásar verða fyrir valinu og hvaða breytur til­heyra ásunum,“ segir Haf­steinn.

„Með þátta­greiningunni sjáum við að sumar breytur hafa mikla fylgni hver við aðra og eru því að mæla undir­liggjandi þátt og þeir tveir þættir sem gögnin gefa til kynna að skipti mestu máli eru valdir.“

Haf­steinn segist skilja að fram­boð myndu vilja að spurningar sneru helst að þeirra eigin stefnu­málum. „En það þarf að gæta jafn­ræðis til að Kosninga­vitinn virki fyrir alla, sér í lagi þá sem hafa litla reynslu af stjórn­málum.“

Fleiri tíst Hafsteins þar sem hann útskýrir Kosningavitann má lesa með því að smella hér.