Flest bendir til þess að Luis Arce verði næsti for­seti Bólivíu eftir for­seta­kosningar þar í landi um helgina. Arce er fram­bjóðandi sósíal­ista og náinn banda­maður Evo Mor­a­les sem sagði af sér í nóvember á síðasta ári eftir á­sakanir um spillingu.

BBC greindi frá því í morgun að út­göngu­spár bentu til þess að Arce hefði fengið 53% at­kvæða í kosningunum. Til að forðast aðra um­ferð þarf fram­bjóðandi að hafa fengið minnst 40% at­kvæða og tíu prósentu­stigum meira en næsti fram­bjóðandi á eftir.

Sam­kvæmt út­göngu­spám hlaut Car­los Mesa, sem var for­seti Bólivíu frá 2003 til 2005, 30,8 prósent at­kvæða og því Arce að líkindum öruggur sigur­vegari.

For­seta­kosningar fóru fram í Bólivíu í októ­ber á síðasta ári þar sem Mor­a­les var sigur­vegari. Eftir­lits­aðilar settu út á fram­kvæmd kosninganna og vaknaði grunur um að úr­slitum hafi verið hag­rætt. Mót­mæli brutust út í Bólivíu í kjöl­farið og sagði Mor­a­les af sér em­bætti.