Sósíal­ista­flokkurinn og Vinstri­hreyfingin grænt fram­boð hafa tekið höndum saman og myndað banda­lag um sæti í ráðum og nefndum borgarinnar. Frá þessu greinir Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir odd­viti Sósíal­ista­flokks Ís­lands.

Hún segir að banda­lagið sé myndað svo að rödd fé­lags­legs rétt­lætis, vinstri hug­sjóna og náttúru­verndar sé sterk og há­vær á komandi kjör­tíma­bili.

„Það eru mörg afar á­ríðandi og mikil­væg verk­efni fram undan og það þarf að tryggja að öll upp­bygging sé á for­sendum hins fé­lags­lega og mann­úðar og ekki á for­sendum fjár­magnsins og hins hagnaðar­drifna,“ skrifar Sanna.

„Við ætlum að tryggja að mál­efni marg­vís­legra og fjöl­breyttra hópa, sem sjaldan eða aldrei fá á­heyrn eða lausn sinna mála í Reykja­vík, verði rædd og fá sam­þykktar til­lögur þeim til hags­bóta. Við höfum tekið sæti við borðið og munum gera allt til að vera öflugt og rót­tækt hreyfi­afl til vinstri,“ bætir hún við.