Búið er að telja meira en 70 prósent atkvæða í kosningum á Spáni. Samkvæmt niðurstöðum hefur Sósíalistaflokkur forsætisráðherra, Pedro Sanchez, hlotið 123 sæti á þingi, íhaldsflokkurinn Flokkur fólksins hefur hlotið 65 sæti og Borgaraflokkurinn hefur hlotið 57 sæti á þingi, Podemos 42 sæti og öfgahægriflokkurinn Vox hefur hlotið 23 sæti.

Samkvæmt þessum niðurstöðum getur Sósíalistaflokkurinn líklega myndað ríkisstjórn með Podemos með samtals 165 gegn samtals 147 sætum flokkanna á hægri vængnum.

Spán­verjar gengu í dag til kosninga í þriðja sinn á fjórum árum. Kjörsókn var alls um 75 prósent og var átta prósentustigum hærri en í seinustu þingkosningum sem fóru fram árið 2016. Mest var kjörsókn í Katalóníu, Madrid, Aragón og La Rioja.

Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu af kosninganiðurstöðum á bæði El País og El Mundo.