Fylgi Sósíal­ista­flokks Ís­lands eykst um rúm­lega eitt prósentu­stig milli kannanna sam­kvæmt nýjum Þjóðar­púls Gallup. Það er nú í um sjö prósentum.

Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka, á bilinu 0,2 til 1,5 prósentu­stig, og því ekki töl­fræði­lega mark­tækar.

Rúm 25 prósent segjast ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokkinn, um 14 prósent Vinstri græna, tæp­lega 13 prósent Pírata, rúm­lega 11 prósent Sam­fylkinguna og um tíu prósent Fram­sókn.

Utan­­­kjör­fundar­at­­kvæða­­greiðsla er hafin fyrir komandi kosningar.

Aðrir flokkar ná ekki tveggja stafa fylgistölu. Um 9 prósent svar­enda ætlar að ljá Við­reisn at­kvæði sitt, um 7 prósent Mið­flokknum, um 4 prósent Flokki fólksins og 0,6 prósent Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokknum.

Um tólf prósent svar­enda vildi ekki taka eða gefa upp af­stöðu sína og um 8 prósent ætla að skila auðu eða ekki kjósa.

Þá sögðust 58 prósent svar­enda styðja nú­verandi ríkis­stjórn.

Niður­stöðurnar eru úr net­könnun sem Gallup gerði dagana 29. júlí til 15. ágúst. Heildar­úrtaks­stærð var 6.238 og þátt­töku­hlut­fall var 48,9 prósent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru á bilinu 0,8-1,7 prósent. Ein­staklingar í úr­taki voru valdir af handa­hófi úr Við­horfa­hópi Gallup.

Mynd/Gallup