Sósíalistaflokkurinn samþykkti í gær á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins aðgerðir í skattamálum sem á að vera tilboð til kjósenda fyrir kosningarnar í haust.

Í tilkynningu frá flokknum segir að birtir hafi verið tveir kaflar tilboðsins sem kallast „Skattleggjum hina ríku“ og „Stöðvum skattaundanskotin“.

Þar er, samkvæmt tilkynningunni, annars vegar lagt til  að leggja á auðlegðarskatt til að endurheimta það sem auðugasta fólkið náði út úr sameiginlegum sjóðum á nýfrjálshyggjuárunum, að skattleggja fjármagnstekjur með sama hætti og launatekjur, setja á hátekjuþrep og skattleggja arf með sama hætti og aðrar tekjur ef hann er umfram verð á góðri íbúð.

Og hins vegar að girða fyrir misnotkun eignarhaldsfélaga til skattaundanskota, skerða möguleika fyrirtækja til að draga úr skattgreiðslum með óeðlilegum fjármagnskostnaði, stöðva frádrátt vegna ofurlauna og stórefla skattrannsóknir á stórfyrirtækjum og auðugustu fjármagnseigendum.

Hér má lesa nánar um fyrri kaflann: Skattleggjum hin ríku

Og hér má lesa nánar um seinni kaflann: Stöðvum skattaundanskotin