Búist er við að flokkunarbreytingar á sorphirðu í Reykjavík taki gildi á tímabilinu frá miðju ári 2023 fram á haust. Breytingin verður ekki um áramót. Þeir sem slugsa og virða ekki nýju reglurnar geta átt von á þjónusturofi að sögn Gunnars Dofra Ólafssonar hjá Sorpu.

Fyrirhuguð eru tunnuskipti með skiptum ílátum þar sem borgarbúar og íbúar annarra sveitarfélaga þurfa að venja sig við að flokka sérstaklega lífrænt sorp og aðskilja pappa frá plasti. Breytingin er gerð í samræmi við lög um hringrásarhagkerfið. Þá verður öll flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu samræmd.

Gert er ráð fyrir að aðra hverja viku verði hirt almennt sorp og lífrænn úrgangur en hina vikuna pappír/pappi og plast.

„Það er í skoðun hvort við hættum hreinlega að hirða sorp hjá þeim sem ekki fara eftir reglum,“ segir Gunnar Dofri. Rætt hefur verið hvort sektum verði beitt. Ólíklegt er sú verði niðurstaðan.