Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags­mála­ráð­herra, þykir hug­myndin um sorgar­or­lof fyrir for­eldra sem missa börnin sín vera skyn­sam­leg. Ás­mundur segist vilja láta skoða það hvort setja eigi lög um slíkt or­lof og telur hann það einnig rétt að skoða hvort fleiri sem eigi um sárt að binda eigi rétt á sorgar­or­lofi.

„Vegna þess að þau á­föll sem fylgja því að missa barn geta verið gríðar­leg og ég held að þetta sé eitt­hvað sem við ættum að skoða. Ég hyggst nú í fram­haldinu setja ein­hverja vinnu í gang inni í ráðu­neytinu þar sem við ætlum að skoða þetta og ætlum að kalla til alla helstu hags­muna­aðila,“ sagði Ás­mundur í kvöld­fréttum RÚV.

Gott tilefni til þess að hefja slíka vinnu

Í fréttum í gær kom fram að til­laga um að inn­leiða sorgar­or­lof fyrir for­eldra sem missa börn yngri en á­tján ára hafi vaxið fylgi í Dan­mörku.

Ás­mundur telur að einnig þurfi að skoða það hvort mæður eða feður sem missa maka sinn frá börnunum ættu líka rétt á sorgar­or­lofi.

„Þannig að það gæti verið skyn­sam­legt að skoða þetta í að­eins víðara sam­hengi og ég held að þetta sé bara gott til­efni til þess að hefja slíka vinnu.“

Helga Vala Helga­dóttir, for­maður vel­­ferðar­­nefnd­ar Al­þing­is telur hug­myndina einnig góða og telja þau bæði að hún muni njóta þver­pólitísks stuðnings hér á landi.