Hamza bin Laden, sonur al Qa­eda leið­togans Osama bin Laden, lést í kjöl­far á­rása sem fram­kvæmdar voru af banda­ríska hernum. For­seti Banda­ríkjanna, Donald Trump, stað­festi það í dag.

Í yfir­lýsingu frá Hvíta húsinu segir að að­gerð hersins hafi átt sér stað á svæði Afgan­istan og Pakistan. Engar nánari stað­setningar voru gefnar upp í yfir­lýsingunni.

Þar segir að það skipti bæði máli tákn­rænt og fyrir starf al Qa­eda sam­takanna að missa Hamza bin Laden.

Í um­fjöllun Reu­ters um málið kemur fram að Hamza hafi verið drepinn fyrir mörgum mánuðum síðan og að Trump hafi verið greint frá því á þeim tíma. Hann á að hafa verið myrtur á landa­mærum Afgan­istan og Pakistan. Talið var að Hamza, sem var lík­lega um 30 ára gamall, hafi tekið við stjórn hryðju­verka­sam­takanna eftir að faðir hans var drepinn árið 2011.

Hamza var skil­greindur sem al­þjóð­legur hryðju­verka­maður árið 2017 at utan­ríkis­ráðu­neyti Banda­ríkjanna eftir að hann kallaði eftir því að hryðju­verk yrðu framin í vest­rænum höfuð­borgum og hótaði að hefna sín á Banda­ríkjunum fyrir að myrða föður hans.

Reu­ters greindi fyrst frá því í lok júlí að Hamza hafi verið myrtur, en það var að­eins stað­fest af banda­rískum yfir­völdum í dag. ó­ljóst er hvers vegna yfir­völd hafi á­kveðið að upp­lýsa um and­lát hans mörgum mánuðum eftir að það átti sér stað.

Greint er frá á Reu­ters.