Sonja Lind E. Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar en hún hefur starfað sem starfsmaður þingflokks Framsóknar frá árinu 2020.
Áður en hún kom til starfa fyrir þingflokk Framsóknar vann hún hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og hefur einnig víðtæka reynslu í hótel- og veitingarekstri.
Hún lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og fékk verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Sonja útskrifast með ML í lögfræði frá sama skóla nú í lok janúar 2023.
Sonja hefur tekið þátt í félagsstörfum fyrir Framsókn, hún hefur meðal annars verið formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra, þá situr hún í fræðslu og kynningarnefnd Framsóknar og Velferðarnefnd Borgarbyggðar.