Sonja Lind E. Ey­glóar­dóttir hefur verið ráðin verk­efna­stjóri þing­flokks Fram­sóknar en hún hefur starfað sem starfs­maður þing­flokks Fram­sóknar frá árinu 2020.

Áður en hún kom til starfa fyrir þing­flokk Fram­sóknar vann hún hjá Sam­tökum sveitar­fé­laga á Vestur­landi og hefur einnig víð­tæka reynslu í hótel- og veitinga­rekstri.

Hún lauk BA gráðu í lög­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík árið 2020 og fékk verð­laun Við­skipta­ráðs Ís­lands fyrir fram­úr­skarandi náms­árangur í grunn­námi. Sonja út­skrifast með ML í lög­fræði frá sama skóla nú í lok janúar 2023.

Sonja hefur tekið þátt í fé­lags­störfum fyrir Fram­sókn, hún hefur meðal annars verið for­maður Fram­sóknar­fé­lags Borgar­fjarðar og Mýra, þá situr hún í fræðslu og kynningar­nefnd Fram­sóknar og Vel­ferðar­nefnd Borgar­byggðar.