Ástralski söng­fuglinn regent hon­eyea­ter, eða ríkjandi hunangsætan, sem áður fannst víða um suð­austur hluta landsins er nú í bráðri út­rýmingar­hættu en talið er að að­eins 300 ein­staklingar finnist villtir á dreif um gríðar­stórt land­svæði. BBC og The Guardian greina frá.

Nýjar rann­sóknir ástralskra vísinda­manna benda til þess að karl­kyns ein­staklingar tegundarinnar séu að missa hæfi­leikann til þess að tjá sig með söng. Fuglinn lærir að syngja á svipaðan hátt og börn læra að tala, með því að um­gangast eldri ein­stak­linga og hlusta á það hvernig þeir syngja og eiga sam­skipti sín á milli.

„Þegar ungir fuglar yfir­gefa hreiðrið og fara út í hina víðu ver­öld þá verða þeir að um­gangast aðra og eldri karl­kyns fugla svo þeir geti heyrt þá syngja og endur­tekið þann söng síðar,“ segir Dr. Ross Cra­tes, með­limur í rann­sóknar­hóp fyrir sjald­gæfa fugla við Ástralska Ríkis­há­skólann í Can­berra.

Reyna að kenna fuglunum að syngja með upptökum

Ríkjandi hunangsætan hefur tapað um 90 prósent af kjör­lendi sínu og vegna þess hversu fáir ein­staklingar eru eftir er mjög erfitt fyrir fuglana að finna aðra karl­kyns ein­stak­linga til að læra sönginn af.

Sumir fuglanna hafa því tekið upp á því að herma eftir söng annarra tegunda sem gæti hins vegar haft þær leiðin­legu af­leiðingar að kven­kyns ein­staklingar vilji ekki æxlast með þeim. Sam­kvæmt rann­sókninni hafa 12 prósent tegundarinnar glatað náttúru­legum söng sínum.

Teymið sem Dr. Cra­tes er partur af reyna nú að kenna fuglum sem fangaðir hafa verið að syngja með því að spila fyrir þá upp­tökur af öðrum ríkjandi hunagsætum. Að finna fuglana er þó hægara sagt en gert þar sem þeir eru dreifðir yfir svo stórt land­flæmi.

„Þeir eru svo sjald­gæfir og svæðið þar sem þeir halda til er svo stórt – senni­lega tí­föld stærð Bret­lands – að þetta er eins og að leita að nál í hey­stakki,“ segir Dr. Cra­tes.

Þó hefur tekist að rækta ríkjandi hunangsætur í haldi og uppi eru á­ætlanir um að sleppa þeim út í náttúruna á nokkurra ára fresti eftir að þeim hefur verið kennt að syngja.