Fram­boðs­listi Mið­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi var í kvöld sam­þykktur á fé­lags­fundi flokksins. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokksins leiðir listann. Í öðru sæti er Anna Kol­brún Árna­dóttir, þing­maður og þá er Þor­grímur Sig­munds­son í þriðja sæti.

Þau leiddu listann og sátu í sömu sætum í að­draganda Al­þingis­kosninga 2017. Þá náði flokkurinn tveimur þing­mönnum inn og sátu þau Sig­mundur Davíð og Anna Kol­brún á þingi fyrir flokkinn síðustu fjögur ár.