Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var í kvöld samþykktur á félagsfundi flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins leiðir listann. Í öðru sæti er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður og þá er Þorgrímur Sigmundsson í þriðja sæti.
Þau leiddu listann og sátu í sömu sætum í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Þá náði flokkurinn tveimur þingmönnum inn og sátu þau Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún á þingi fyrir flokkinn síðustu fjögur ár.