Fjöl­miðla­maðurinn Sölvi Tryggva­son var með rúma 1,6 milljónir króna á mánuði í fyrra, ef marka má á­lagninga­skrá Ríkis­skatt­stjóra.

Sölvi steig ný­verið aftur fram á sjónar­sviðið eftir að hafa tekið vin­sæla hlað­varps­þætti sína úr loftinu í fyrra eftir að tvær konur kærðu hann til lög­reglu fyrir meint of­beldi.

Í síðustu viku hlóð Sölvi svo fjórum nýjum þáttum á netið að nýju og er farinn að fram­leiða við­tals­þættina sína aftur. Þættirnir voru með vin­sælustu hlað­varps­þáttum landsins í fyrra, þar til hann tók þá úr loftinu.

Sam­kvæmt á­lagninga­skrá Ríkis­skatt­stjóra var Sölvi með 1.661.923 krónur að meðal­tali í mánaðar­laun í fyrra. Sölvi vildi ekki ræða málið við Frétta­blaðið þegar eftir því var leitað.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.