Sölv­i Tryggv­a­son, hlað­varps­stjórn­and­i og fjöl­miðl­a­mað­ur, brast í grát í hlað­varps­þætt­i sín­um er hann rædd­i um há­vær­an orð­róm sem far­ið hef­ur sem eld­ur í sinu um þjóð­fé­lag­ið um að hann hafi beitt vænd­is­kon­u of­beld­i. Hann rædd­i mál­ið í þætt­in­um við lög­mann sinn, Sögu Ýr Jóns­dótt­ur.

Hann send­i frá sér yf­ir­lýs­ing­u í gær þar sem hann þver­tók fyr­ir slúð­ur­sög­urn­ar og birt­i mynd úr mál­a­skrá lög­regl­u þar sem kom fram að hann hafð­i ekki ver­ið skráð­ur í nein­um mál­um hjá lög­regl­u frá 1. apr­íl til 3. maí.

„Ég send­i frá mér þess­a yf­ir­lýs­ing­u í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitt­hvað meir­a, ein­fald­leg­a af því að mér líð­ur bara enn þá of­boðs­leg­a illa,“ seg­ir Sölv­i sem brest­ur oft í grát í við­tal­in­u. Eftir að hafa tek­ið við­töl við mörg hundr­uð manns um erf­ið mál „er röð­in nú kom­in að mér.“

Sölv­i seg­ir frá því að á laug­ar­dags­kvöld, þeg­ar frétt Mann­lífs um orð­róm­an­a var birt, hafi hann feng­ið á­bend­ing­u frá vini sín­um um að sög­u­sagn­irn­ar. Hann var í fjöl­skyld­u­boð­i þeg­ar hann fékk á­bend­ing­un­a.

„Ég les frétt­in­a og fyrst­u við­brögð­in mín voru bara hnút­ur í mag­ann. Það er eitt­hvað hræð­i­legt búið að ger­ast, en svo les ég frétt­in­a og ég hugs­a, ah, mér er létt. Af því að þess­i frétt hlýt­ur að vera um ein­hvern ann­an en mig. Af því að það stendur í frétt­inn­i: Sam­kvæmt heim­ild­um þess­a fjöl­mið­ils var mað­ur­inn hand­tek­inn fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an, ókei, það er ekki ég. Það stendur líka að þess­i mað­ur hafi áður gert sam­bær­i­leg­a hlut­i, þann­ig að ég hugs­að­i þett­a hlýt­ur að vera ein­hver ann­ar en ég. Engu síð­ur er ég í þann­ig lost­i að þeg­ar ég kem fram aft­ur úr her­berg­in­u, sit ég við mat­ar­borð­ið og ég gat ekki borð­að. Ég var í black­o­ut-i og það byrj­a all­ir að spyrj­a mig hvað er að.“

Sölv­i seg­ir að sér hafi lið­ið líkt og hann væri skrímsl­i í aug­um kven­fólks eft­ir að sög­u­sagn­irn­ar bár­ust hon­um til eyrn­a.

Sölv­­i seg­­ir fjöld­­a fólks hafa haft sam­b­and við sig, þar á með­­al fyrr­v­er­­and­­i kær­­ust­­ur. Söm­­u­­leið­­is höfð­­u marg­­ir fjöl­­miðl­­ar sam­b­and við hann til að fá við­­brögð hans við slúð­­ur­­sög­­un­­um. Hon­­um hafi þótt afar vænt um að kon­­ur sem hann hafi átt í sam­b­and­­i við hafi leit­að til hans.

„Þá hrund­i ég sam­an í hvert ein­ast­a skipt­i. Mér er búið að líða eins og ég sé skrímsl­i í aug­um kven­fólks,“ seg­ir Sölv­i í hlað­varp­in­u.

„Þann­ig að mér þótt­i of­boðs­leg­a vænt um það þeg­ar ég fæ skil­a­boð­um frá kon­um sem hafa búið með mér og þekkj­a mig út og inn og þær segj­a: Sölv­i, eitt veit ég um þig eft­ir að hafa búið með þér all­an þenn­an tíma. Þú ert ekki svon­a,“ seg­ir hann.