„Við löbbuðum saman, með stórum hópi af rúmenskum konum, af Hótel Nor­di­ca. Ég stakk upp á því að við myndum taka leigu­bíl því það var svo kalt en þá var mér sagt að það væri heimsku­legasta hug­mynd sem heyrst hefði; ef maður fer í „st­ræk“ þá tekur maður ekki leigu­bíl,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar. 

Líkt og greint hefur verið frá hófst verk­fall hrein­gerningar­fólks á hótelum klukkan 10 í morgun, og stendur til mið­nættis. Starfs­fólk Eflingar tók á móti hótel­þernum fyrir utan vinnu­staði þeirra þegar þær lögðu niður störf og gengu fylktu liði í Gamla bíó, þar sem bar­áttu­fundur stéttar­fé­lagsins fer fram. 

Að­spurð segist Sól­veig Anna ekki hafa orðið vör við and­stöðu hjá at­vinnu­rek­endum það sem af er degi. 

„Ég er bara búin að fara á eitt hótel í morgun. Þar varð ég ekki vör við and­stöðu, þannig að ég veit svo sem ekki hvað hefur gert en stemningin og tóninn hafa náttúr­lega verið með ó­líkindum. Við höfum því miður fengið af því fregnir að það væru hótel sem hyggðu á verk­falls­brot, og svo höfum við fengið fregnir af því að það sé ein­hver með hræðslu­á­róður, sem er auð­vitað ömur­legt." 

Þá segist hún ekki finna fyrir and­stöðu meðal starfs­fólks. „Ég hef per­sónu­lega ekki hitt þá mann­eskju, en ég ætla sannar­lega ekki að láta eins og hún sé ekki til," segir Sól­veig. „Ég get alveg í­myndað mér að fólk sé hrætt en við höfum sent skýr skila­boð um að það sé kol­ó­lög­legt að segja upp fólki fyrir að fara í verk­fall, og ef við fréttum af slíku þá bregðumst við við af fullri hörku,“ bætir hún við. 

„Lág­launa­konur á Ís­landi hafa til­finningar. Og gleðjast yfir því þegar þær fá tæki­færi til að sýna sam­fé­laginu mikil­vægi sitt.“

Beina lýsingu frá verkfallsaðgerðunum er að finna hér.