Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segist ekki hafa neinn á fram­boði til for­seta Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, hún segir hollustu sína liggja hjá Eflingu og að starfs­kraftar hennar nýtist best þar. Þetta kemur fram í við­tali við hana á Bylgjunni í morgun.

Drífa Snæ­dal sagði af sér sem for­seti ASÍ fyrr í ágúst. Hún sagði sam­skipti við ýmsa kjörinna full­trúa innan sam­bandsins og blokka­myndun innan þess hafi gert henni ó­kleift að starfa sem for­seti. Af­sögn Drífu kom mörgum á ó­vart enda miklar kjara­við­ræður fram undan í haust.

Nýr for­seti ASÍ verður kjörinn á þingi sam­bandsins í októ­ber síðar á þessu ári. Enn hefur enginn til­kynnt um fram­boð til for­seta ASÍ.

Að­spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til for­seta ASÍ sagði Sól­veig anna: „Nei, ég hef engan á­huga á því.“

„Ég hef sagt við fé­lags­fólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfs­kraftar nýtist best það. Það stóra verk­efni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingar­fólki þannig að nei, ég hef ekki á­huga á því,“ bætti hún við.

Veltir fyrir sér hagsmuni launafólks innan ASÍ

Sól­veig Anna segir tæki­færi nú til þess að lýð­ræðisvæða ASÍ. „Mín niður­staða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tæki­færi sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýð­ræðisvæða Al­þýðu­sam­bandið, sem er þessi risa­stóra hreyfing,“ sagði hún.

„Þetta eru einu sam­tök launa­fólks á al­menna vinnu­markaðinum, með næstum því 130 þúsund með­limi. Tekst okkur að lýð­ræðisvæða, tekst okkur að breyta Al­þýðu­sam­bandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raun­veru­legt bar­áttu­afl,“ sagði Sól­veig Anna.

Hún velti því fyrir sér hvort hags­munum verka- og lág­launa­fólki væri best borgið innan ASÍ og veltir því fyrir sér hvort sam­bandið sé of stórt.

„Eða er það ein­fald­lega svo að þetta fyrir­bæri er bara of stórt, of búró­kratískt, of mikið úr tengslum að það er mögu­lega ekki hægt? Ef það er niður­staðan, ef að þrátt fyrir það að for­menn tveggja lang­stærstu fé­laganna innan vé­banda Al­þýðu­sam­bandsins séu að berjast fyrir rót­tækum breytingum en það skilar samt engum breytingum innan Al­þýðu­sam­bandsins, takist okkur ekki að um­breyta þessu, þá segi ég, af hverju ættu verka- og lág­launa­fólk að vilja vera þarna á­fram? Af hverju ætti verka- og lág­launa­fólk að vilja að stór summa af fjár­munum þeirra fari í að reka fyrir­bæri sem gagnast þeim á endanum ná­kvæm­lega ekki neitt,“ sagði Sól­veig Anna.