Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrum formaður Eflingar, skrifaði í kvöld pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir afsögn sína úr stöðu formanns Eflingar og áhrif þess.

Pistilinn byrjar Sólveig á því að rifja upp atvik sem átti sér stað fyrir stuttu síðan þegar hún fékk að heyra af óánægju og reiði karlkyns starfsmanns skrifstofunnar í hennar garð sem væri að íhuga að vinna henni skaða.

Hún hafi heyrt sögu frá sama manni þar sem hann lýsti ofbeldishótunum en hann hafi verið náin fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar, þeim sömu og hafi haft uppi rógburð í hennar garð undanfarin ár.

Þetta segir hún enn eitt dæmi um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.

Í því samhengi segir Sólveig að hún verði eflaust beðin að draga fram sönnunargögn og að henni verði lýst sem vandamálinu í þessu samhengi.

Þá rifjar hún upp að hún hafi ávarpað starfsfólk Eflingar þar sem þau eru spurð hvort að þau gætu hugsað sér að afstýra neikvæðri umfjöllun um vinnustaðinn en fékk neitandi svör.

Meðal þeirra sem sátu fundinn hafi verið einstaklingar sem urðu vitni að ofbeldishótunum sem og trúnaðarmaður vinnustaðarins.

Að lokum talar Sólveig um að hún ætli sér að standa við ákvörðun sína en ekki að hlaupast undan merkjum.

Pistilinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.