Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir að af­sögn Drífu Snæ­dal, frá­farandi for­seta ASÍ muni ekki hafa nein af­gerandi á­hrif á yfir­vofandi kjara­við­ræður.

Hún segir að af­sögn hennar komi sér ekki á ó­vart en í yfir­lýsingu sem hún birti á Face­book-síðu sinni fyrr í dag svaraði hún yfir­lýsingum Drífu um átök um blokka­myndum og sagði Drífu sjálfa hafa kosið að loka sig inni í blokk með stuðnings­fólki for­vera síns í stað þess að styðja

„Ég held að þetta hafi ekki á­hrif á kjara­við­ræðurnar, ég sé það ekki. Enda er það ekki Al­þýðu­sam­band Ís­lands sem semur um kjara­samninga, heldur gera fé­lögin þá. Þannig ég sé ekki að þetta hafi á­hrif á það,“ segir Sól­veig Anna í sam­tali við Frétta­blaðið.

Ekki slæmt samstarf af hennar hálfu

Spurð um sam­starf við sam­bandið al­mennt við ASÍ segir Sól­veig Anna að Efling sé nokkuð sjálf­bær og að það sama megi segja um VR og að því muni af­sögnin hafa lítil, eða engin, á­hrif á starf­semi fé­lagsins.

Sól­veig Anna segir að hún hafi stutt fram­boð Drífu árið 2018 og hafi lengi vonað að sam­starfið yrði gott.

„Það var ekki af minni hálfu sem það varð ekki,“ segir Sól­veig Anna og að Drífa hafi frá upp­hafi sýnt lítinn á­huga á að vinna með henni eða Eflingu.

„Bæði gagn­vart mér og öðrum á­stundaði hún ó­lýð­ræðis­leg og lokuð vinnu­brögð og hélt upp­lýsingum frá mér,“ segir Sól­veig Anna og að enda hafi það haft þau á­hrif að hún fór með þá gagn­rýni sem hún hafði sjálf út í sam­fé­lagið eftir að hafa reynt að halda innan lokaðs hóps og hreyfingarinnar.

Bæði gagn­vart mér og öðrum á­stundaði hún ó­lýð­ræðis­leg og lokuð vinnu­brögð og hélt upp­lýsingum frá mér

„Það var ekki vegna þess að ég væri í per­sónu­legum á­tökum við hana. Þetta voru mál­efna­leg og pólitísk átök sem snerust um þessar stóru á­herslur, um það hvert stefna ætti og hvaða á­herslur ættu að vera í starfinu. Þar vorum við iðu­lega, í grund­vallar­at­riðum, oft ó­sam­mála,“ segir Sól­veig Anna.

En út á við, fyrir al­menningi og ykkar við­semj­endum, að það séu átök og ó­eining, getur það haft á­hrif á kjara­við­ræðurnar?

„Nei, það held ég ekki. ASÍ gerir ekki kjara­samninga en ég geri mér grein fyrir því, sér­stak­lega með til­liti til frétta­flutnings af fundi Þjóð­hags­ráðs, þar sem Drífa hefur verið, að fólk geti haft þá sýn að for­seti ASÍ og sam­bandið geri kjara­samninga en það er ekki svo. Ég starfa fyrir fé­lags­fólks Eflingar og það greiðir mér laun fyrir að sinna for­mennsku. Ég vinn fyrir þau og þar er mín hollusta og ég treysti mér til að full­yrða að af­sögn hennar hefur engin á­hrif á starf­semi fé­lagsins, undir­búning fyrir kjara­við­ræður eða á það hvernig ég og samninga­nefnd fé­lagsins förum inn í komandi samninga­við­ræður.

Langt síðan fór að grafa undan trúverðugleika Drífu

Sól­veig Anna birti, eins og áður sagði, yfir­lýsingu á Face­book fyrr í dag þar sem hún sagði leitt að Drífa hefði í yfir­lýsingu sinni nýtt tæki­færið þegar hún til­kynnti um af­sögn sína til að „hnýta með ó­mál­efna­legum hætti í mig og stjórn Eflingar.

„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trú­verðug­leika hennar og stuðningi í bak­landi verka­lýðs­hreyfingarinnar. Það hefur ekkert með innri mál Eflingar að gera, þó svo að Drífa hafi á­kveðið að blanda sér í þau, hugsan­lega vegna þess að hún hélt að það yrði sér til fram­dráttar þegar hún sá sitt pólitíska stunda­glas tæmast,“ segir Sól­veig Anna í færslunni og að Drífa hafi aldrei getað stutt það um­breytingar­verk­efni og endur­nýjun sem hún, Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, og Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starfsgreinasambandsins, hafa leitt undan­farin ár.

Sól­veig Anna segir það líka rangt að Drífa hafi „aldrei vílað fyrir sér að „taka slaginn““ við stjórn­völd og nefnir nokkur dæmi eins og að Drífa hafi viljað semja við ríkis­stjórnina og SA um að hafa af verka- og lág­launa­fólki um­samdar launa­hækkanir í kóróna­veiru­kreppunni og að hún hafi heldur ekki viljað „taka slaginn“ þegar Icelandair braut lög um stéttar­fé­lög og vinnu­deilur.

„Al­þýðu­sam­bandinu undir stjórn Drífu Snæ­dal mis­tókst með öllu að laga á­herslur og starf sam­bandsins að þeim miklu breytingum sem urðu í stærstu aðildar­fé­lögum sam­bandsins á árunum 2017-2018 og standa enn­þá yfir. Leið­togar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga um­boð sitt undir. Það hefði Drífa Snæ­dal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki,“ segir Sól­veig Anna að lokum í yfir­lýsingu sinni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Drífa Snæ­dal til­kynnti um af­sögn sína fyrr í dag. Leið­togar annarra verka­lýðs­hreyfinga hafa sagt á­kvörðunina koma þeim á ó­vart.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Sólveigu Önnu í síma. Uppfærð 10.8.2022 klukkan 12:02.