Sól­veig Anna Jóns­dóttir hefur boðið fram Bar­áttu­listann sem mun sækjast eftir því að stýra Eflingu. Sam­kvæmt frétt Kjarnans stefnir listinn á að stór­auka á­hrif Eflingar innan verka­lýðs­hreyfingarinnar, taka upp sjóðs­fé­lags­lýð­ræði í líf­eyris­sjóðum og standa al­farið gegn inn­leiðingu á SALEK.

SALEK stendur fyrir „sam­­­starf um launa­­­upp­­­­lýs­ingar og efna­hags­­­for­­­sendur kjara­­­samn­ing­­ar“. Listinn stefnir einnig á að koma um­bótum á starfs­manna­mál innan fé­lagsins.

„Það sem sameinar okkur meira en nokkuð annað er trúin á að umbylta félaginu og gera Eflingu að öflugu vopni í kjarabaráttu láglaunafólks. Breytingar í félaginu okkar á síðustu árum hafa gefið okkur von og sannfæringu um að þetta sé hægt. Skipulögð og einbeitt barátta skilar árangri," segir á vefsíðu framboðsins en þar má lesa sér til um stefnur listans.

Sól­veig Anna var fyrst kjörinn for­maður Eflingar í febrúar 2018 en sagði af sér for­mennsku í fyrra­haust eftir að kvörtunar­bréf til stjórnar fé­lagsins, undir­ritað af trúnaðar­mönnum fé­lagsins, lak í fjöl­miðla.


Sól­veig gaf starfs­fólki val um að senda út yfir­lýsingu sem myndi bera til baka á­sakanir á hendur hennar og annarra stjórnar­með­lima eða hún myndi segja upp störfum. Yfir­lýsingin sem starfs­fólk sendi frá sér í kjöl­farið segir Sól­veig að hafi verið van­trausts­yfir­lýsing og hún sagði því upp.

Próf­kjör hefst 9. febrúar næst­komandi og stendur yfir til 15. febrúar. Á B-listanum, Bar­áttu­listanum, eru einnig Dan­íel Örn Arn­ars­­son, In­nocentia F. Frið­­geirs­­son, Ísak Jóns­­son, Kol­brún Val­v­es­dótt­ir, Mich­ael Bragi Whall­ey, Olga Leons­dóttir og Sæþór Benja­mín Ran­dals­son.

Fjögur þeirra sem sitja í listanum eru núna stjórnar­menn hjá Eflingu og öll hafa reynslu af trúnaðar­störfum fyrir fé­lagið. Daníel er ritari stjórnar.

Ólöf Helga Adolfs­dóttir leiðir A-listann sem sam­þykktur var af trúnaðar­ráði Eflingar. Hún hefur setið sem vara­for­maður undir Agni­ezku Ewu Zi­ól­kowska síðan Sól­veig sagði af sér. Tveir nú­verandi stjórnar­menn eru á þeim lista.

Guð­­mundur Bald­urs­­son, stjórn­ar­­maður í Efl­ingu, hefur einnig boðað að hann ætli sér að leggja fram eigin lista en hann hefur ekki enn verið kynntur.