Gunnar Smári Egils­son leiðir lista Sósíal­ista í Reykja­vík Norður. Listinn var kynntur í dag. En á eftir honum í öðru sæti er Lauf­ey Lín­dal Ólafs­dóttir, stjórn­mála­fræðingur, gras­rótaraktiv­isti, í því þriðja Atli Gíslason, tölvunar­fræðingur og for­maður ungra Sósíalista og svo í fjórða sæti Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar.

„Komandi kosningar eru kannski mikil­vægustu kosningar lýð­veldis­tímans,“ segir Gunnar Smári Egils­son, sem skipar efsta sæti lista Sósíal­ista­flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður.

„Ég trúi því að efna­hags­legt rétt­læti sé það mikil­vægasta sem við berjumst fyrir,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir í til­kynningu frá flokknum.

Hún segir að með sam­stöðu verka­fólks sé hægt að ná raun­veru­legum árangri.

„Ef við verka­fólk stöndum saman, þau sem með vinnu sinni skapa efna­hags­leg verð­mæti sam­fé­lagsins og þau sem annast börn og gamalt fólk, látum ekki berja okkur til hlýðni, skiljum al­gjört grund­vallar­mikil­vægi okkar í hag­kerfinu, skiljum að við erum bók­staf­lega ó­missandi, að án vinnu okkar stoppar allt; þá getum við náð raun­veru­legum árangri. Við getum unnið sigra. Við getum gert það sem við eigum allan rétt á að gera, mótað þjóð­fé­lagið svo að okkur og börnum okkar sé boðin sú til­vera sem við eigum sannar­lega skilið. Við skulum ekki að bíða eftir því að ein­hverjir aðrir taki það að sér, við skulum gera það sjálf.“

Mynd/Sósíalistaflokkurinn

Veita auðvaldinu andspyrnu

Gunnar Smári segir að það sé raun­veru­leg hætta á því að næstu árin verði „stæk hægri­stjórn“ sem muni bjóða þjóðinni upp á einka­væðingu og niður­brot á grunn­kerfum og inn­viðum sam­fé­lagsins.

„…ráða­gerð sem auð­valdið kallar við­spyrnu. Sam­tök at­vinnu­lífsins, Við­skipta­ráð, Sjálf­stæðis­flokkurinn og önnur bar­áttu­tæki hinna ríku hafa lagt línurnar og boðað stór­kost­legar skatta­lækkanir til fjár­magns- og fyrir­tækja­eig­enda, enn frekari fjáraustur úr al­manna­sjóðum til hinna ríku, skerðingu á valdi og úr­ræðum verka­lýðs­fé­laga og að lífs­af­komu al­mennings verði fórnað fyrir aukinn hagnað hinna ríku. Sósíal­ista­flokkur Ís­lands er stofnaður til að veita auð­valdinu and­spyrnu og hann ætlar að fella þessar ráða­gerðir í komandi kosningunum. Sósíal­ista­flokkurinn er eini skýri val­kosturinn gegn boðaðri árás auð­valdsins á al­menning.“

Mynd/Sósíalistaflokkurinn

Listi Sósíal­ista­flokks Ís­lands í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður:

Gunnar Smári Egils­son, at­vinnu­laus blaða­maður

Lauf­ey Lín­dal Ólafs­dóttir, náms­maður í hléi

Atli Gísla­son, tölvunar­fræðingur

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar

Odd­ný Eir Ævars­dóttir, rit­höfundur

Bogi Reynis­son, tækni­maður

Krist­björg Eva Ander­sen Ramos, náms­maður

Ævar Þór Magnús­son, verk­stjóri

Geir­dís Hanna Kristjáns­dóttir, ör­yrki

Gutt­ormur Þor­steins­son, bóka­vörður og for­maður Sam­taka hernaðar­and­stæðinga

Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, borgar­full­trúi

Atli Antons­son, doktors­nemi

Ævar Ugga­son, bók­sali

Jóna Guð­björg Torfa­dóttir, kennari

Bjarki Steinn Braga­son, skóla­liði

Nan­cy Coumba Koné, dans­kennari

Jökull Sól­berg Auðuns­son, ráð­gjafi

Birgitta Jóns­dóttir, þing­skáld

Sigurður Gunnars­son, ljós­myndari

Þor­varður Berg­mann Kjartans­son, tölvunar­fræðingur

Ísa­bella Lena Borgars­dóttir, náms­maður

María Kristjáns­dóttir, leik­stjóri

Hér er fréttin af vef Sósíal­ista