Búast má við svipuðum tölum fyrir desembermánuð. Bensínbílar eru nú aðeins 2,3% af sölu bíla í Noregi sem er það lægsta í sögunni. Þótt dísilbílum sé bætt við nær hlutfall bensín- og dísilbíla aðeins um 5 prósentum. Líkt og víða annars staðar er Tesla í efstu sætum með Model 3 og Model Y. Er það hinn nýkomni Model Y sem er söluhæstur í nóvembermánuði með 1.013 bíla og er Model 3 í öðru sæti með 770 bíla. Sá rafbíll sem er í þriðja sæti er VW ID.4 með 719 selda bíla en hann hefur selst vel allt árið.

1. Tesla Model Y 1013
2. Tesla Model 3 770
3. VW ID.4 719
4. Audi Q4 e-Tron 660
5. Nissan Leaf 655
6. Polestar 2 501
7. Ford Mach-E 489
8. Skoda Enyaq 488
9. Hyundai Ioniq 5 475
10. Porsche Taycan 417