Stjórnendur Volkswagen eru þó hóflega bjartsýnir en telja þó að það versta verði að baki eftir 2-3 mánuði. Að sögn Stephan Woellenstein, yfirmanni VW Group í Kína, er áætlað að um 1 milljón bíla seljist í marsmánuði miðað við 250.000 bíl í febrúar. „Það eru fleiri merki um að hlutirnir séu að lagast. Um mitt árið getum við verið komin aftur á sama stig og í fyrra. Vonin er að snúa aftur á kínverska markaðnum“ sagði Woellenstein. Alls hafa 22 verksmiðjur Volkswagen hafið aftur framleiðslu en tvær eru ennþá lokaðar, í Changsha og Urumqi. Volkswagen áætlar að samdrátturinn á árinu verði á bilinu 3-15% fyrir Kínamarkað en á móti kemur að Volkswagen áætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða evra, en 40% af því er vegna rafbíla eingöngu.