Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Sól­rún Diego hefur leitað til lög­manns­stofunnar LOGOS með það fyrir augum að banna DV að nota af sér myndir í frétta­flutningi. Hún fer einnig fram að leyfi sem hún hefur þegar gefið DV til birtingar verði aftur­kallað.

Þetta kemur fram í svo­kölluðu Sand­korni í prent­út­gáfu DV í dag. „Það vakti at­hygli þegar að DV sagði frá blekkingum Sól­rúnar Diego, á­huga­konu um þrif, fyrr á þessu ári. Sól­rún hafði aug­lýst vörur á sam­fé­lags­miðlum sem unnusti hennar seldi án þess að taka fram hags­muna­tengsl eða að um aug­lýsingu væri að ræða. Þá var einnig sett spurningar­merki við leyfi um sölu á vörunum en eftir um­fjöllun DV var net­verslun unnustans lokað,“ segir í Sand­korninu.

„Stuttu eftir um­fjöllun DV barst rit­stjórn bréf frá lög­manns­stofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta mynd­efni af sam­fé­lags­miðlum Sól­rúnar, hvort sem það væru skjá­skot eða tengill á myndir,“ segir enn fremur. Þá hafi leyfi á notkun mynda úr for­tíðinni aftur­kallað.

Fram kemur að lög­manns­stofan vísi í höfunda­lög sem voru síðast upp­færð árið 2016. „Ljóst er að lögin eru úr­elt, enda ekki einu orði minnst á sam­fé­lags­miðla,“ segir í lok greinarinnar, og má því ætla að fjöl­miðillinn muni virða kröfuna að vettugi.