Mesta myrkvun á Íslandi í sex ár nær hámarki klukkan 10:17 í dag en margir Íslendingar gætu þó orðið yfir vonbrigðum vegna skýjafars. Mestar líkur á að sjá myrkvann í innsveitum á Norðausturlandi.

Deildarmyrkvi hófst klukkan 09:06 í morgun og stendur yfir til 11:33 í dag og nær hámarki klukkan 10:17, þegar tunglið skyggir á 69 prósent af þvermáli sólar og veldur 61 prósent myrkvun.

Þórður Arason, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, mælir með að þau sem ætla að skoða sólmyrkvann noti sérstök myrkvagleraugu.

Ekki er alveg útilokað að það rofi til smástund einhversstaðar á Íslandi
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Best verður að sjá sólmyrkvann í Norður-Ameríku að því er fram kemur á Space.com. Nokkrar stofnanir, þar á meðal Royal Observatory Greenwich, fylgjast með myrkvanum í beinni.