Bjart veður er í kortunum í dag en á­fram verður svalt loft yfir landinu og víða mældist nætur­frost. Það kemur þó ekki að sök suð­vestan­lands þar sem spáð er tíu stiga hita í dag.

Búast má við stöku skúrum eða él og lengst af verður létt­skýjað suð­vestan til. Norð­læg átt verður á bilinu 3 til 10 metrar á sekúndu, hvassast austast á landinu.

Á morgun verður veður með svipuðu sniði, búist er við að það verði skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, en létt­skýjað á Vestur­landi. Hiti frá frost­marki upp í 10 stig að deginum, mildast Suð­vestan til, en víða nætur­frost.

Í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands kemur fram að engar mark­verðar breytingar verða á veðri fram að helgi og ef­laust munu ýmsir fagna því.

Veðurkort Veðurstofunnar í dag.
Mynd/Veðurstofa Íslands