Sólin skín á lands­menn í dag í öllum lands­hlutum en hita­tölur eru þó ekki upp á marga fiska. Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu tvö til sex stig yfir daginn. Spáð er vest­lægri átt í dag, gola eða kaldi.

Á morgun er spáð suð­lægari átt. Á veður­kostum verður skýjað um mest allt land og væta af og til, en yfir­leitt þurrt fyrir austan. Heldur hlýrra verður á morgun en í dag.

Á fimmtu­dag, sumar­daginn fyrsta, bætir svo í úr­komu á vestur­helmingi landsins, rigning á lág­lendi en víða snjó­koma til fjalla. Hiti nálgast 10 stigin að deginum þar sem best lætur en ná­lægt frost­marki yfir nóttina.

Veður­fræðingur Veður­stofunnar veltir fyrir sér hvort frostið boði gott sumar eða vætu­samt. „Þjóð­sagan um að ef sumar og vetur frjósi saman viti á gott sumar er orðið svo­lítil af­bökun á okkar tímum þar sem fólk flest vonast eftir sólar­ríku og hlýju sumri á meðan lík­legra er, að í gamla daga vildi fólk sem flestir voru bændur að hæfi­legt magn úr­komu væri líka, enda gras­spretta mikil­vægust um af­komuna á þeim tíma,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðingsins.

Mynd/Veðurstofa Íslands