Sól­ey Tómas­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi, hefur greinst með CO­VID-19. Hún greinir frá þessu á Face­book.

Þar segir hún frá því að dóttir sín sé á fjórða degi í ein­angrun og að þær séu saman á Siglu­firði. „Þetta er ekkert grín krakkar. Nú þegar Anna er á fjórða degi í ein­angrun og búið að líða ömur­lega, var ég að greinast líka,“ skrifar Sól­ey.

Hún segist vera fjandi slöpp. „En hlýt að komast í gegnum þetta. Næstu 14 dagana verðum við mæðgur hér á Siglu­firði, eigum sem betur fer gott fólk að og dá­sam­legt út­sýni. Gerið það nú fyrir mig að fara var­lega og njóta frelsisins skyn­sam­lega.“