Hitinn á norðuraustur og austur­landi gæti náð yfir 28 stigum á morgun og er spáð að dagurinn sé sá heitasti á árinu. Teitur Ara­son veður­fræðingur segir að mesti hitinn verði á norðaustanverðu landinu og nefnir að ekki hafi mælst yfir 28 stig síðan 9. ágúst 2012.

„Metið fyrir ágúst mánuð eru 29,2 stig sem mældist á Egils­staða­flug­velli 11. ágúst árið 2004,“ segir Teitur.

Þá er júlí­mánuður sá hlýjasti sem hefur nokkurn tímann mælst. Teitur segir á­stæðuna fyrir þessari miklu hlýnun stafar af mjög hlýjum loft­massa sem beinist hingað til lands vegna hæðar yfir Bret­lands­eyjum og lægðar suð­austur af Hvarfi sem er syðsti oddi Grænlands.

Hann segist búast við svipuðum hita­tölum út vikuna í grófum dráttum líkt og hefur verið.
„Suð­lægar áttir og hlýr loft­massi, en vætu­samt og þung­búið sunnan og vestan­lands. Hlýtt og þurrt norðan og austan­lands.“

Teitur bendir á að hitinn á höfuð­borgar­svæðinu sé einnig ó­vana­legur miðað við gráan og vætu­saman dag líkt og í morgun.

„Þetta er frekar ó­vana­legt til marks hversu hlýr þessi loft­massi er líkt að 16 stig voru á mælinum í morgun og skýjað í morgun sem stafar af því hvað loft­massinn er hlýr,“ segir Teitur.