Solaris - hjálpar­sam­tök fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi hlaut í dag Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar. Þar að auki hlutu þrjú verk­efni verð­laun fyrir þróunar- og ný­breytni­starf ein­stak­linga, borgar­stofnana og fyrir­tækja á sviði mann­réttinda- og lýð­ræðis­mála fyrir verk­efni sem þykja stuðla að auknu jafn­ræði, vinna gegn marg­þættri mis­munun og leggja á­herslu á jafna stöðu allra kynja. Það eru Brúarsmiðir - Miðja máls og læsis, ný­sköpunar­verk­efnið Tækni­læsi fyrir full­orðna og svo að lokum Vett­vangs- og ráð­gjafar­teymi (VoR) sem er færan­legt vett­vang­steymi sem að­stoðar heimilis­laust fólk.

Verð­launin voru veitt á fundi í ráð­húsi Reykja­víkur á al­þjóð­legum degi mann­réttinda. Sema Erla Serdar, for­maður og stofnandi Solaris, tók til máls og þakkaði fyrir og sagði mann­réttinda­verð­launin vera mikil­væga viður­kenningu á starfi sam­takanna.

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri af­henti Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar 2020 af­henti verð­launin á fundi sem haldinn var í ráð­húsinu í dag. Fundurinn var í beinni út­sendingu á Face­book.

Í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg kemur fram að Solaris - hjálpar­sam­taka fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi sé öflugur mál­svari í mál­efnum um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd, bæði ein­stak­linga og barna­fjöl­skyldna. Í um­sögn val­nefndar segir:

„Sam­tökin hafa stuðlað að mikil­vægri vitundar­vakningu um stöðu þessa við­kvæma hóps með eftir­tektar­verðum árangri. Mikil­vægur horn­steinn í mann­réttinda­bar­áttu er að veita radd­lausum hópi rödd. Sam­tökin hafa staðið öðrum framar í bar­áttunni fyrir rétt­læti fyrir fólk á flótta, að grund­vallar­mann­réttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mann­lega reisn þeirra. Sam­tökin hafa átt lykil­þátt í því að koma í veg fyrir brott­vísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum

Myndir/Reykjavíkurborg

Hvatningarverðlaun

Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, for­maður mann­réttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráðs af­henti þrenn hvatningar­verð­laun ráðsins. Í til­kynningu Reykja­víkur­borgar segir um þau þrjú verk­efni sem hlutu verð­launin:

Brúarsmiðir - Miðja máls og læsis

Starf brúarsmiða er ó­metan­legt í að byggja brú milli menningar­heima og styðja við for­eldra af er­lendum upp­runa. Að mati val­nefndar er starf verk­efnisins mikil­vægt og felst í því að byggja brú á milli fjöltyngdra barna og for­eldra þeirra, sem og starfs­manna skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­víkur­borgar. Hlut­verk þeirra er að styðja við ís­lensku­nám barna af er­lendum upp­runa í leik- og grunn­skólum og stuðla að því að börn fái við­eig­andi stuðning og hand­leiðslu við sitt hæfi og jöfn tæki­færi til náms. Störf þeirra auka jafn­ræði og vinna mark­visst gegn jaðar­setningu og mis­munun. Dröfn Rafns­dóttir, deildar­stjóri verk­efnisins hjá skóla- og frí­stunda­sviði, tók við verð­laununum fyrir hönd verk­efnisins.

Tækni­læsi fyrir full­orðna

Ný­sköpunar­verk­efni sem hefur stuðlað að mann­réttindum eldra fólks með því að auka raf­rænt að­gengi þeirra að sam­fé­laginu. Í um­sögn val­nefndar segir að verk­efnið sporni gegn ein­angrun og ein­mana­leika sem og stuðli að auknu sjálf­stæði og vald­eflingu ein­stak­lingsins. Verk­efnið sé til þess fallið að vaxa og dafna og festa sig í sessi sem reglu­legur hluti af starfi fé­lags­mið­stöðva borgarinnar. Rann­veig Ernu­dóttir, tók við verð­laununum fyrir hönd verk­efnisins Tækni­læsi fyrir full­orðna - vel­ferðar­svið fé­lags­starf full­orðinna.

Vett­vangs- og ráð­gjafar­teymi (VoR)

VoR teymið er færan­legt vett­vang­steymi sem að­stoðar heimilis­laust fólk. Í um­sögn val­nefndar seigr að til­gangur VoR-teymis sé að að­stoða fólk með miklar og flóknar þjónustu­þarfir og veita ein­stak­lings­miðaða að­stoð, stuðning og ráð­gjöf auk þess að miðla upp­lýsingum um þá þjónustu sem er í boði. Teymið starfar m.a. með fólki í gisti­skýli, Konu­koti, smá­húsum og í í­búðum um hug­mynda­fræði Hús­næði fyrst. VoR-teymið er skipað þver­fag­legum hópi sér­fræðinga sem vinnur að for­vörnum og á sam­starf við ráð­gjafa á þjónustu­mið­stöðvum borgarinnar og bregst við að­stæðum þegar á þarf að halda. Teymið veitir einnig á­kveðnum hópi fólks í sjálf­stæðri bú­setu stuðning og ráð­gjöf í anda hug­mynda­fræðinnar um Hús­næði fyrst. Hrafn­hildur Ólöf Ólafs­dóttir, tók við verð­laununum fyrir hönd Vett­vangs- og ráð­gjafar­teymi (VoR), deildar um mála­flokk heimilis­lausra með miklar og flóknar þjónustu­þarfir.

Ellen Calmon, full­trúi í mann­réttinda-, ný­sköpunar og lýð­ræðis­ráði af­henti verð­launa­höfunum viður­kenningar­skjöl og blóm­vönd. Reykja­víkur­borg óskar verð­launa­höfum til hamingju.

Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru af­hent á opnum fjar­fundi mann­réttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráðs á al­þjóð­legum degi mann­réttinda í dag 10. desember 2020.

Yfir­skrift fundarins var Mann­réttindi á tímum Co­vid19 og flutti Drífa Jónas­dóttir, af­brota­fræðingur og doktors­nemi við lækna­deild Há­skóla Ís­lands erindi um heimilis­of­beldi á tímum Co­vid19. Þá hélt einnig erindi Steinunn Anna Sigur­jóns­dóttir, sál­fræðingur, um geð­heilsu barna og ung­menna á tímum Co­vid19.

Hægt er að horfa á upp­töku af veitingu verð­launanna hér að neðan.