Það verður sól­ríkt og milt vestan­til í dag en skýjað að mestu norðan- og austan­lands og rigning með köflum. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast verður suð­vestan­lands en heldur svalara á norð­austan­verðu landinu.

Þetta kemur fram á vef Veður­stofu Ís­lands.

„Norð­læg átt 5-10 m/s, en 10-18 austan­til, en lægir með morgninum. Skýjað að mestu norðan- og austan­lands og rigning með köflum, annars víðast bjart­viðri. Fremur hæg breyti­leg átt eftir há­degi, skýjað og dá­lítil væta um austan­vert landið, en létt­skýjað vestan­til. Hiti 8 til 18 stig,“ segir í spánni sem gerð var klukkan rúm­lega fimm í morgun.

Á þriðju­dag og mið­viku­dag má gera ráð fyrir hægri vest­lægri eða breyti­legri átt og verður bjart með köflum. Líkur eru á dá­litlum síð­degis­skúrum, einkum sunnan­til. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig.