Þrjá­tíu og eins árs trans kona, fyrr­verandi for­maður fé­lags­ráðs Sam­takanna 78 og fyrr­verandi starfs­maður í grunn­skóla, hefur verið sökuð um kyn­ferðis­legt á­reiti og mis­notkun gegn börnum. Sam­tökin 78 voru upp­lýst um á­sakanirnar fyrir stuttu og hætti konan störfum fyrir sam­tökin fyrr í vikunni. Vísir greinir frá.

Þetta stað­festi Álfur Birkir Bjarna­son, for­maður Sam­takanna 78, í sam­tali við frétta­stofu Vísis. Þá vildi hann ekki tjá sig efnis­lega um ástæðurnar sem lægju að baki starfs­lokunum.

Fjöldi óviðeigandi einka­skila­boða, sem konan er sögð hafa sent börnum undir lög­aldri á TikTok, hafa verið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og í lokuðum hópum á Face­book. Þar er konan sökuð um kyn­ferðis­legt á­reiti og mis­notkun. Þá er skjá­skot í dreifingu, þar sem ungur drengur sakar konuna um nauðgun. Þar kemur fram að á þeim tíma sem meint nauðgun fór fram hafi konan ekki verið farin að skil­greina sig sem konu.