Tæp­lega fer­tugur kven­kyns deildar­stjóri í grunn­skóla á Suður­nesjum, sem situr einnig í bæjar­stjórn Suður­nesja­bæjar, er sökuð um að hafa á­reitt tæp­lega tví­tugan karl­mann kyn­ferðis­lega í nokkra mánuði í lok síðasta árs.

Pilturinn, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, kærði málið til lög­reglu í mars síðast­liðnum. Lögreglan felldi málið niður þar sem ekki þóttu nægilega sterkar sannanir og var þeim boðin sáttameðferð í málinu með lögmönnum.

Gagnrýnir bæjaryfirvöld

Maðurinn gagn­rýnir bæjar­yfir­völd á Suður­nesjum vegna aðkomu þeirra í málinu og spyr sig hvernig vinnsla málsins hefði verið ef um tví­tuga konu og fer­tugan karl­mann væri að ræða. Þá hafi honum verið meinað að mæta til vinnu í þrjár vikur vegna málsins þrátt fyrir að vera þolandi í málinu.

„Ég tel lík­legt að málið hefði ekki verið þaggað niður líkt og í mínu máli ef kona á tví­tugs­aldri hefði orðið fyrir þessu á­reiti,“ segir hann.

„Ég setti inn færslu á Insta­gram með sam­skiptum milli mín og meints ger­enda. Við það sendu bæjar­yfir­völd strax á lög­mann minn að fjar­lægja færsluna og hótaðu mér brott­rekstri. Þetta er ekkert annað en með­virkni í litlu bæjar­fé­lagi og hlutunum sópað undir teppið.“

Hér má sjá brot af samskiptum konunnar til mannsins á samfélagsmiðlum.
Fréttablaðið/Aðsend mynd

Hefur ekki svarað fyrirspurnum

Móðir drengsins segir í sam­tali við Frétta­blaðið son sinn hafa á­kveðið að kæra málið en á fundi með bæjaryfirvöldum hafi hann verið hvattur til að fara aðrar leiðir. „Það var verið að letja mann sem er búinn að taka á­kvörðun um að til­kynna málið til lög­reglu,“ segir hún.

Frétta­blaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af deildarstjóranum án árangurs.