Miklir elds­voðar geisuðu um helgina í hlíðum Table fjalls í Cape Town í Suður-Afríku. Eldurinn dreifði sér í nær­liggjandi byggingar á há­skóla­svæði Uni­versity of Cape Town (UCT) og þurftu fjögur þúsund stúdentar að yfir­gefa svæðið. Meðal þess sem kviknaði í var Jag­ger bóka­safnið sem hýsir ýmsa ó­metan­lega muni úr Suður-Afrískri sögu svo sem fá­gætar bækur, hand­rit og skjöl frá tímum að­skilnaðar­stefnunnar. Sjá nánar á The Guardian.

Lög­regla stað­festi að einn ein­stak­lingur hafi verið hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju. Tals­menn SANParks, sem halda úti þjóð­garðinum á Table fjalli, sögðust telja lík­legt að fyrsti elds­voðinn hafi ó­vart verið kveiktur af heimilis­lausri mann­eskju.

Hundruð slökkvi­liðs­manna hafa barist í bökkum við að slökkva eldana sem dreifðust hratt vegna trjá­gróðurs og rusls á fjallinu og ýfðust upp vegna mikilla vinda. Nokkur hverfi borgarinnar hafa verið rýmd og í­búum hefur verið sagt að væta í görðum sínum með garð­slöngum eða úðara­kerfum.

Ekki er ljóst hversu mikill skaði hlaust af brunanum í Jag­ger bóka­safninu en í til­kynningu á Face­book stað­festi Ujala Sat­goor, fram­kvæmda­stjóri há­skóla­bóka­safna UCT, að les­salur safnsins hefði stór­skemmst í brunanum.

„Á þessu stigi málsins getum við stað­fest að les­salurinn er brunninn til kaldra kola en til allrar hamingju náði eld­við­vörunar­kerfið að setja í gang sjálf­virkar eld­svarnar­hurðir sem komu í veg fyrir að eldurinn næði að dreifa sér í aðra hluta bóka­safnsins. Sum verð­mæti úr safn­kosti okkar hafa glatast en hins vegar verður ekki hægt að gera fullt mat á því fyrr en byggingin hefur verið lýst örugg og hægt verður að komast inn í hana. Opin­ber yfir­lýsing er væntan­leg en fram að því vil ég biðla til fólks um að halda sér frá vanga­veltum og á­giskunum,“ segir í til­kynningu Sat­goor.

Dan Plato, borgar­stjóri Cape Town lýsti brunanum í bóka­safninu sem miklum harm­leik en sagðist hafa verið tjáð að sumir af verð­mætustu munum safnsins hefðu bjargast með skjótri virkjun eld­svarnar­hurða. Eldur kviknaði einnig í nokkrum öðrum byggingum á há­skóla­svæðinu svo sem for­láta grasa­fræði­safni og sögu­legri vind­myllu.

Dear Colleagues, staff, students and friends of UCT Libraries An unexpected natural disaster struck at the heart of UCT...

Posted by University of Cape Town Libraries on Sunday, April 18, 2021