Paul Ru­sesa­bagina, sem öðlaðist heims­­frægð er Don Cheadle fór með hlut­verk hans í kvik­­myndinni Hotel Rwanda, hefur verið dæmdur fyrir hryðju­­verk af dóm­­stól í Rúanda. Ru­sesa­bagina þótti hafa framið mikla hetju­dáð er þjóðar­morðin í Rúanda stóðu sem hæst er hann skaut skjóls­húsi yfir meira en 1.200 manns á hóteli sem hann stýrði. Talið er að milli 500 og 800 þúsund hafi fallið í þjóðar­morðunum.

Ru­­sesa­bagina var sæmdur orðu fyrir björgunar­að­gerðir sínar af Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta.
Fréttablaðið/Getty

Hinn 67 ára gamli Ru­sesa­bagina hefur gagn­rýnt Paul Kagame for­seta Rúanda harð­lega á undan­förnum árum, meðal annars fyrir meinta ein­ræðis­til­burði en sá hefur stýrt landinu leynt og ljóst frá árinu 1994 er her­sveitir undir hans stjórn bundu enda á þjóðar­morðin með valdi. Kagame hefur á móti á­sakað Ru­sesa­bagina um hagnast á skálduðum sögum af hetju­dáðum og fjár­magna hryðju­verka­hópa til að steypa sér af stóli, ein­mitt það sem hann var nú sak­felldur fyrir.

Paul Kagame hefur gegnt em­bætti for­seta Rúanda síðan árið 2000 en var þess á undan vara­for­seti.
Fréttablaðið/EPA

Ru­sesa­bagina var á­kærður fyrir níu at­riði, þar á meðal að stofna ó­lög­leg og vopnum búin sam­tök, mann­rán, í­kveikju og morð. „Það er mat dómsins að sak­fellda eigi þá fyrir að vera hluti af þessum hryðju­verka­hóp. Þeir frömdu hryðju­verk sem þeir stærðu sig síðar af í mis­munandi til­kynningum og mynd­skeiðum,“ sagði dómarinn Be­at­rice Mukamur­enzi.

Paul Ru­­sesa­bagina er hann mætti fyrir dóm í Kigali höfuð­borg Rúanda í októ­ber.
Fréttablaðið/Getty

Ti­mot­hy P. Long­man, prófessor í stjórn­mála­fræði og al­þjóða­málum við Boston-há­skóla og höfundur tveggja bóka um Rúanda, segir réttar­höldin yfir Ru­sesa­bagina í anda þöggunar­til­burða stjórn­valda.

„Dómurinn í máli Ru­sesa­bagina skiptir nánast ekki máli á þessum tíma­punkti þar sem skýr skila­boð hafa verið send um að enginn Rúanda­búi geti talað gegn Kagame for­seta og stjórnar­flokki hans,“ segir prófessorinn í sam­tali við New York Times.

Hotel Rwanda kom út árið 2004 í leik­stjórn Terry Geor­ge.
Mynd/Twitter