Nem­endur við S­yddansk há­skólann í Oden­se (SDU) í Dan­mörku voru beðnar að hylja líkama sinn þegar þær æfðu í í­þrótta­topp í líkams­ræktar­stöð skólans í vikunni. Þeim var tjáð að það væri ó­æski­legur klæðnaður og væri á skjön við reglur stöðvarinnar.

Emili­e Arbirk var afar ó­sátt þegar starfs­maður líkams­ræktar­stöðvarinnar bað hana að hylja líkama sinn á miðri æfingu.

„Ég var klædd í í­þrótta­topp og fór í peysu yfir sem sýndi þó magann og var til­kynnt að það væri einnig á skjön við reglur líkams­ræktar­stöðvarinnar og var mér tjáð að það væri ekki sam­þykkt að mæta í slíkum klæðnaði aftur. Það er allt í einu móðgandi fyrir aðra að ég sé að æfa í í­þrótta­topp,“ segir Emili­e.

Nivi Meyer hafði svipaða sögu að segja, sem leiddi til að stúlkurnar hófu undir­skrifta­söfnun sem bar yfir­skriftina „Stöðvið bann við berum maga í líkams­ræktar­stöðinni - SDU fit­ness.“ í mót­mæla­skyni og hafa nú þegar fengið um 400 undir­skrifir.

Þetta kemur fram á frétta­véf Jyllands- posten.

Rök líkams­ræktar­stöðvarinnar við banninu við því að æfa í í­þrótta­topp eða að bera magann sé að hluta til af hrein­lætis­sjónar­miðum. Önnur á­stæða sé að þröskuldur starfs­manna sé mis­hár á hvað telst við­unandi klæðnaður og gæti ó­þægi­legt fyrir aðra.

Stjórn­endur stöðvarinnar benda einnig á að það verði að taka mið af menningar­mun sem ríki í al­þjóð­legu náms­um­hverfi eins í há­skólanum.

Funduðu um málið

Viktor Immanuel Bjer­re, for­maður nefndarinnar hjá SDU segist ekki hafa gert sér grein fyrir reglunum áður en undir­skriftasöfnunin hófst.

„Ég held að fólk ætti að hafa frelsi til að æfa í því sem það vilt, á sama tíma og þú berð virðingu fyrir öðrum og sýnir til­lits­semi,“ segir Viktor.

Hann boðaði til auka stjórnar­fundar í líkams­ræktar­stöðinni í gær­kvöld og vonaðist hans til að meiri­hluti væri til í að breyta reglunum.

Þá bendir hann á að aðrar líkams­ræktar­stöðvar hafa ekki sam­svarandi reglur, eina reglan sem þær hafa er að fólk æfi ekki bert að ofan.