Sig­ríður Dögg Arnar­dóttir betur þekkt sem Sigga Dögg kyn­fræðingur segist vilja vekja at­hygli á því að sápu­þvottur á kyn­færum sé ekki nauð­syn­legur og geti jafn­vel verið skað­legur.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Sigga að um lýð­heilsu­mál sé að ræða en á Insta­gram síðu sinni hefur hún vakið at­hygli á því að sér hafi borist kvartanir vegna starfs­manns í kvenna­klefa Sala­laugar sem gengið hafi hart að sund­laugar­gestum um að sápa sig að neðan.

„Þetta er mega mis­skilningur. Ég hef alveg heyrt um svona mál frá öðrum sund­laugum, en ég hef aldrei fengið svona margar kvartanir frá einni sund­laug áður.

Ég hef heyrt af svona í kyn­fræðslu og hef farið með svona mál til bæjar­stjórna og beðið um að það sé tekið á þessu og það þarf al­gjör­lega að sam­ræma þetta því það hafa fleiri sveitar­fé­lög haft sam­band við mig og vilja kanna hvernig þetta er hjá þeim því þetta skiptir ó­trú­legu máli,“ segir Sigga Dögg.

Sigga Dögg segir um að ræða mikilvægt lýðheilsumál.

Margir veigri sér við sundlaugarheimsóknir

Sigga Dögg segir ó­trú­lega marga veigra sér við að heim­sækja sund­laugar út af svona við­móti.

„Það eru ó­trú­lega margar sögur komnar inn af því að fólk veigrar sér við að fara til dæmis í þessa sund­laug út af þessu við­móti og svo eru börn hrædd, þetta er alveg glatað.“

Frétta­blaðið sló á þráðinn til Sala­laugar en var tjáð að Guð­mundur Hall­dórs­son for­stöðu­maður laugarinnar væri í fríi. Vakt­stjóri vildi ekki ræða málið.

Plakatið or­sök vandans

„Það á engin sápa að fara á kyn­færi, ekki heldur typpi,“ segir Sigga Dögg.

„Þvag­færa­læknar hafa rætt það við mig að þeir hafi stundum lent í vand­ræðum með karl­menn sem eru komnir með út­brot út af þurrki vegna þess að þeir eru að sápa sig svo mikið.“

Sigga segir um að ræða lýð­heilsu­mál og nefnir eitt frægasta plakat landsins þar sem sund­laugar­gestum er gert að sápa sig á fótum, í klofi og á höfði.

„Þetta plakat er í öllum sund­laugum og hafðu þá sér sápu ef það á að ger­þvo á sér kyn­færin. Fyrir utan það, að hver sápar á sér hausinn áður en hann fer í sund? Er ekki í lagi?“ spyr kyn­fræðingurinn.

Hún segir mikil­vægt að varpa ljósi á þennan mis­skilning. „Þetta er hluti af miklu stærra máli og ég held líka að fólk sé bara komið með nóg.“

Frægasta plakat landsins. Sigga Dögg er ekki ánægð með það sem þar kemur fram.