Al­ríkis­lög­regla Banda­ríkjanna, FBI, er nú með til rann­sóknar mál konu sem réðst inn í þing­húsið þann 6. janúar síðast­liðinn en konan er sögð hafa stolið far­tölvu eða hörðum disk Nan­cy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, og hafi ætlað að selja Rússum tækið en þetta kemur fram í frétt Politico um málið.

Konan, Ril­ey June Willi­ams frá Penn­syl­vaníu, náðist á mynd við skrif­stofu Pelosi þegar stuðnings­menn Donalds Trump, sitjandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þing­húsið og í eið­svarinni yfir­lýsingu sagðist vitni, sem einnig var fyrrum maki Williams, hafa séð hana taka tækið af skrif­stofunni.

Þá segir vitnið að Willi­ams hafi sagst ætla að senda tækið til vinar síns í Rúss­landi sem síðan hafi ætlað að selja það til utan­ríkis­leyni­þjónustu Rúss­lands, SVR. Af ó­þekktum á­stæðum hafi það þó ekki gengið eftir og heldur vitnið því fram að Willi­ams sé því enn með tækið. Williams er nú sögð hafa flúið heimili sitt.

Al­ríkis­lög­reglan í­trekar að málið sé enn til rann­sóknar en ekki liggur fyrir hvort hún sé nú í haldi lög­reglu. Þá liggur ekki fyrir hvort ein­hverju hafi í rauninni verið stolið.

Fjölmargir eru nú til rannsóknar í tengslum við óeirðirnar og hafa þó nokkrir verið handteknir en óskað var eftir aðstoð almennings til þess að bera kennsl á innrásarmennina.