Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um „grunsamlegar mannaferðir“ síðdegis í dag þar sem óþekktur aðili reyndi að opna bifreiðar. Lögreglan leitaði mannsins en viðkomanndi fannst ekki.

Í hverfi 108 var tilkynnt um aðila sem hafði sofnað ölvunarsvefni á stigagangi fjölbýlishúss. Eftir að hann var vakinn gekk hann sína leið. Þá var óskað aðstoðar lögreglu við að vísa öðrum óvelkomnum aðila úr íbúðarhúsnæði. Hann hafði sig á brott.

Tvær bifreiðar voru stöðvaðar eftir akstur yfir hámarkshraða í hverfi 105. Í öðru tilviki var um að ræða 17 ára gamlan ökumann og var forráðamanni hans tilkynnt um brotið. Í hverfi 101 var tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun.

Það var ekki aðeins í miðbænum sem tilkynnt var um utanaðkomandi fólk sem hafði lagst til hvílu inni í íbúðahúsum. Tilkynnt var um tvo sofandi aðila í sameign fjölbýlishúss í Kópavogi og Breiðholti. Báðir höfðu þeir sig á brott eftir að þeir voru vaktir.

Fjallað var um það í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld að það að fólk með fíknivanda og heimilislaust fólk leiti í bílageymslur sýni „úrræðaleysi í málefnum heimilislausra“.

Þá var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi 203. Var einn handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.